Innlent

Frelsisflokkurinn býður fram í Reykjavík

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Gunnlaugur Ingvarsson, formaður Frelsisflokksins.
Gunnlaugur Ingvarsson, formaður Frelsisflokksins. vísir/vilhelm
Stjórn Frelsisflokksins hefur ákveðið að flokkurinn muni bjóða fram lista í Reykjavík í komandi sveitarsjtórnarkosningum.

Í tilkynningu frá flokknum segir að sjtórnin muni stilla upp fullmönnuðum framboðslista en að ákveðið hafi verið að Gunnlaugur Ingvarsson, formaður flokksins muni leiða listann í Reykjavík. Gunnlaugur leiddi lista Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar árið 2016.

Á vef Frelsisflokksins segir að flokkurinn standi vörð um íslenskt fullveldi og þjóðfrelsi íslensku þjóðarinnar.

„Flokkurinn vill varðveita og efla íslenska þjóðmenningu og tungu. Útlendingar sem flytjast til landsins á lögmætum forsendum aðlagist íslensku samfélagi. Frelsisflokkurinn styður þjóðleg borgaraleg viðhorf, kristna trú og gildi. Frelsisflokkurinn tekur almannahagsmuni framyfir sérhagsmuni. Þjóðríkjahugsjónin og frelsi þjóða er grunnstefna Flokksins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×