Sport

Mældist á ólöglegum lyfjum eftir að hafa borðað steik í Mexíkó

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alvarez og Golovkin mætast öðru sinni í maí
Alvarez og Golovkin mætast öðru sinni í maí vísir/getty
Ólögleg lyf mældust í blóði Saul Alvarez en hann fær þrátt fyrir það að berjast við Gennady Golovkin.

Talsmenn Alvarez segja að mengað kjöt sem hann borðaði í æfingabúðum í Mexíkó hafi ollið því að of mikið magn af clenbuterol hafi fundist í blóði Alvarez. Hann mun því færa æfingabúðir sínar yfir til Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir frekara lyfjaát.

Áður hefur komið upp mál þar sem fimm mexíkóskir landsliðsmenn í fótbolta mældust með of mikið magn af clenbuterol en fengu að spila vegna þess að sannað hafði verið að það kom úr kjöti.

Alvarez mætir Golovkin í Las Vegas í byrjun maí, en bardaginn verður endurtekinn viðureign kappanna frá því í september þar sem þeim var dæmt jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×