Erlent

Fá ekki báðar að vera skráðar foreldri

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
MDE er til húsa í Strassbourg.
MDE er til húsa í Strassbourg. Vísir/afp
Frakkland braut ekki gegn réttindum tveggja samkynhneigðra kvenna með því að neita að skrá þær báðar sem foreldra barna þeirra. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE).

Konurnar höfðu höfðað mál í heimalandinu árið 2007 og krafist þess að vera báðar skráðar foreldrar barna sinna. Þau höfðu þær eignast með tæknifrjóvgun. Fallist var á það á neðra dómstigi en niðurstöðunni snúið við á æðra stigi.

Parið taldi Frakkland mismuna þeim á grundvelli kynhneigðar þeirra og að framkvæmdin bryti gegn Mannréttindasáttmála Evrópu. MDE komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að dómstóllinn tæki málið fyrir og var því vísað frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×