Lífið

Íslensk áhrif á Óskarnum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þennan bolta þekkja allir aðdáendur Leikfangasögu
Þennan bolta þekkja allir aðdáendur Leikfangasögu Skjáskot
Tveir eigenda íslenska framleiðslufyrirtækisins SKOT Productions stóðu að baki þremur stuttum auglýsingum sem sýndar voru í útsendingarhléum Óskarsverðlaunanna, er fram fóru í gærkvöldi.

Auglýsingarnar eru fyrir Toy Story Land sem stórfyrirtækin Disney og Pixar standa að. Um er að ræða skemmtigarð sem mun opna í sumar, sem hluti af hinum víðfræga Disneygarði í Flórída. Eins og nafnið gefur til kynna munu tæki garðsins og skreytingar hans byggja alfarið á hinum sívinsæla Leikfangasögubálki.

Í auglýsingunum þremur má sjá bolta rúlla í gegnum bandarískar borgir og fallegt landslag áður en hann og leikfangahundurinn Slinkur koma á áfangastað í Toy Story Land.

Auglýsingarnar má sjá hér að neðan en með leikstjórn þeirra fóru Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson.

Nánari upplýsingar um garðinn má nálgast á vef Entertainment Weekly.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×