Sport

Gunnar Nelson virkjar sinn innri Michael Jackson í nýju myndbandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson glæsilegur.
Gunnar Nelson glæsilegur. skjáskot

Árshátíðarmyndbönd bardagafélagsins Mjölnis hafa vakið mikla athygli undanfarin ár en þar fer skærasta stjarna íslensku bardagasenunnar, Gunnar Nelson, ávallt með aðalhlutverkið.

Fyrir þremur árum fór Gunnar á kostum sem dansari í laginu Chandelier með Sia og árið 2016 gerði Mjölnisfólkið svo myndband undir laginu Sorry með Justin Bieber.

Í ár er það sjálfur konungur poppsins, Michael Jackson, sem er heiðraður með laginu Beat it en þar fer Gunnar Nelson með hlutverk Jacksons. Eins og alltaf fer Gunnar á kostum, nú dansandi eins og enginn sé morgundagurinn í rauðum leðurjakka.

Gunnar Einarsson, fyrrverandi fótboltamaður úr KR, leikur stórt hlutverk sem og Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, en þetta hrikalega skemmtilega myndband má sjá hér að neðan.

Einnig má sjá myndböndin frá því árinu 2015 og 2016.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.