Lífið

Sjáðu fyrsta brotið úr House of Cards eftir að Kevin Spacey var rekinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Claire Underwood verður í aðalhlutverki.
Claire Underwood verður í aðalhlutverki.

Átta einstaklingar stigu fram í lok síðasta árs með ásakanir um kynferðislega áreitni Kevin Spacey á tökustað Netflix-þáttaraðarinnar House of Cards.

Fjallað var um málið og fjölmörg önnur mál tengd kynferðisbrotum leikarans í fjölmiðlum um heim allan.

Spacey var í kjölfarið rekinn úr þáttunum og var sjötta og síðasta þáttaröðin í miklum uppnámi á tímabili.

Netflix tók að lokum ákvörðun um að halda framleiðslu á seríunni áfram, en í henni verður enginn Frank Underwood, persónan sem Kevin Spacey lék í mörg ár.

Nú hefur glæný stikla úr nýrri þáttaröð House of Cards verið frumsýnt og þar er ljóst að Robin Wright  mun vera ein í aðalhlutverki sem Claire Underwood.

Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr nýrri þáttröð House of Cards sem verður frumsýnd í haust.


Tengdar fréttir

Spacey sagður vera að leita sér hjálpar

Talsmaður bandaríska leikarans Kevin Spacey segir að Spacey leiti sér nú hjálpar eftir að ásakanir um að hann hafi áreitt dreng fyrir um þrjátíu árum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.