Sport

Conor í stórskemmtilegri auglýsingu fyrir Burger King

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tveir góðir.
Tveir góðir.

Írski strigakjafturinn Conor McGregor hefur nóg fyrir stafni þó svo hann sé ekki að berjast neitt þessa dagana.

Í gær fór í loftið ný auglýsing með Íranum þar sem hann auglýsir nýja kjúklingasamloku fyrir Burger King. Vel við hæfi þar sem andstæðingar hans hjá UFC gera mikið í því að kalla hann kjúkling en sjálfur titlar hann sig sem kóng.

Auglýsingin er að sjálfsögðu tekin upp í einkaþotu þar sem Conor hámar í sig og rífur kjaft.

Að lokum þakkar hann öllum fyrir sem séu að rífa kjaft við sig. Það skili svo mikilli athygli og auglýsingum að hann greiði auðveldlega fyrir háskólanám sonarins.

Sjá má írska kónginn og hamborgarakónginn hér að neðan.


Tengdar fréttir

Conor: Ég mun berjast aftur enda er ég bestur

Umræðan endalausu um hvort Conor McGregor muni nokkurn tímann berjast aftur fyrir UFC er greinilega farin að pirra Írann því steig fram með yfirlýsingu í gærkvöldi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.