Liverpool áfram eftir markalausan leik á Anfield │ Sjáðu atvikin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Liverpool er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skiptið síðan 2009 eftir markalaust jafntefli við Porto á Anfield í kvöld.

Enska liðið vann stórsigur, 5-0, í Portúgal í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitunum og því var einvígið í raun búið fyrir leikinn í kvöld þar sem Porto hefði þurft kraftaverk til þess að fara með sigur.

Leikurinn spilaðist eftir því sem við var að búast í leik sem þessum, var mjög dauft yfir honum og lítið um marktækifæri. Liverpool átti þrjú skot á markrammann en Porto aðeins eitt.

Jurgen Klopp gat leyft sér að hvíla leikmenn í kvöld, Mohamed Salah kom inn á þegar 15. mínútur voru eftir af leiknum og Roberto Firmino fékk hálftíma hvíld, Þjóðverjinn líklega með stórleikinn gegn Manchester United um helgina í huga.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.