Fótbolti

Stjórarnir ekki sammála í Skotlandi: Braut Kári af sér eða ekki?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Árnason.
Kári Árnason. Vísir/Getty

Kári Árnason og félagar í Aberdeen fengu dæmda á sig umdeilda vítaspyrnu í skoska bikarnum á dögunum og knattspyrnustjórinn Derek McInnes ýjaði að leikaraskap eftir leikinn. Það er ekki allir sáttir með það og einn stjóri er alveg öskuillur.

Jordan Jones hjá Kilmarnock fékk dæmda vítaspyrnu eftir að hafa fallið í baráttu við Kára Árnason og Shay Logan.

Derek McInnes kom sínum mönnum til varnar eftir leikinn og sagði að Jordan Jones hafi fallið í grasið án nokkurrar snertingar fá hans leikmönnum.  „Ég held að leikmennirnir mínir hafi ekki fellt Jones. Ég sé ekki hvor þeirra á að hafa brotið á honum,“ sagði Derek McInnes en það má sjá viðtal við hann hér fyrir neðan.  Kris Boyd jafnaði metin úr vítaspyrnunni og leikurinn endaði 1-1 en hann var í átta liða úrslitum skosku bikarkeppninnar.

Steve Clarke, stjóri Kilmarnock, brást hinn versti við þessu og hefur skorað á skoska knattspyrnusambandinu að refsa knattspyrnustjóra Kára.

„Hann átti engan rétt á því að segja þetta. Þetta var lágkúrulegt af honum og auðvitað er ég ekki ánægður. Af hverju má hann stíga fram og ýja að því Jordan Jones hafi látið sig falla,“ sagði Steve Clarke við BBC.„Ég skil ekki hvernig hann kemst upp með þetta. Yfirmenn deildarinnar hljóta þurfa að láta hann útskýra mál sitt betur,“ sagði Clarke.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.