Fótbolti

Utanríkisráðherra Breta hótar því að enska landsliðið mæti ekki á HM í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Svona endaði síðasta stórmót enska landsliðsins og nú tekur liðið mögulega ekki þátt í HM í sumar.
Svona endaði síðasta stórmót enska landsliðsins og nú tekur liðið mögulega ekki þátt í HM í sumar. Vísir/Getty

Örlög fyrrverandi rússnesk njósnara í Bretlandi eru farin að ógna þátttöku enska landsliðsins á HM í fótbolta í Rússlandi í sumar ef marka má orð Boris Johnson utanríkisráðherra Breta á breska þinginu í dag.

Hinn 66 ára gamli Sergei Skripa liggur þungt haldinn á spítala í Bretlandi eftir að hann komst í snertingu við óþekkt efni í verslunarmiðstöð í borginni Salisbury í suðurhluta Bretlands.

Skripa var árið 2006 dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að njósna fyrir bresk yfirvöld en hann veitti bresku leynilögreglunni upplýsingar um rússneska njósnara í Evrópu. Hann hafði síðan fengið hæli í Bretlandi.  

Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, lýsti því yfir í dag að svo gæti farið að bresku landsliðin mæti ekki á HM í fótbolta sem fer fram í Rússlandi í sumar. Kveikjan af því væri að ef það kæmi fram í dagsljósið að Rússar ætti sök á því að eitra fyrir Sergei Skripa á breskri grundu.

„Það væri erfitt að sjá fyrir sig hvernig bresku landsliðin á HM ættu þá að geta mætt á mótið,“ sagði Boris Johnson á breska þinginu í dag en Evening Standard segir frá þessu.
Enska landsliðið endaði síðasta stórmót á vandræðalegu tapi á móti litla Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi.

Enska liðið er í riðli með Belgum, Túnis og Panama á HM í Rússlandi í sumar. Fyrsti leikur Englendinga verður á móti Túnis í Volgograd 18. júní næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.