Erlent

32 fórust í flugslysi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sambærileg flugvél og fórst í flugslysinu.
Sambærileg flugvél og fórst í flugslysinu. Vísir/AFP
32 létust er rússnesk flutningavél hrapaði í grennd við hafnarbæinn Latakiu í Sýrlandi í dag. BBC greinir frá.

Vélin var af gerð Antonov An-26 og virðist hafa brotlent er hún kom til lendingar á Hmeimin-herflugstöðinni í Sýrlandi sem Rússar starfrækja. Er hún miðstöð loftárása Rússa í Sýrlandi.

26 farþegar voru um borð og sex áhafnarmeðlimir og létust allir um borð í vélinni. Varnarmálaráðuneyti Rússa segir ekkert benda til þess að skotið hafi verið á flugvélina. Frumupplýsingar bendi til þess að orsakir flugslyssins séu tæknilegs eðlis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×