Erlent

Elsta flöskuskeyti heims sent af þýskum sjómönnum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skjáskot af flöskuskeytinu úr myndbandi um fundinn.
Skjáskot af flöskuskeytinu úr myndbandi um fundinn.
Fjölskylda í Perth í Ástralíu hefur fundið elsta flöskuskeyti í heimi sem vitað er um. Skeytið í flöskunni er dagsett þann 12. júní 1886 og því eru tæp 132 ár síðan það var sett í sjó.

Tonya Illman fann flöskuskeytið þar sem hún var á gangi á afskekktri strönd í vesturhluta Ástralíu. Eiginmaður hennar, Kym Illman, segir í samtali við BBC að þau hafi fundið einhvern pappír í flösku höfðu ekki hugmynd um hvað það var fyrr en þau voru búin að taka það skeytið heim og þurrka það.

Skeytið í flöskunni var kastað út í sjó af áhöfn þýska skipsins Paula. Skipið var í rannsóknarleiðangri um höfin fyrir German Naval Observatory. Hafa sérfræðingar staðfest að bréfið er svo sannarlega frá áhöfn skipsins, það er ekki falsað.

Áður en Tonya Illman fann skeytið í Ástralíu var elsta flöskuskeyti heims 108 ára gamalt þegar það fannst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×