Viðskipti erlent

Trump fellur um 222 sæti á lista yfir þá ríkustu í heimi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fallið um 222 sæti á árlegum lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi. Trump var metinn á 3,5 milljarða Bandaríkjadala í fyrra, eða tæpa 348 milljarða íslenskra króna, en samkvæmt nýjustu mælingum hefur virði forsetans dalað og mælist nú 3,1 milljarðar dala eða um 308 milljarðar íslenskra króna.

Í mati Forbes segir að samdráttinn í viðskiptaveldi Trumps megi að stórum hluta rekja til lækkana á fasteignaverði miðsvæðis í New York auk þess sem golfvellir hans hafa þénað minna en áður.

Stofnandi netrisans Amazon, Jeff Bezos, trónar á toppi Forbes-listans en hann auðgaðist um 73 milljarða dala á árinu. Bill Gates, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft situr í öðru sæti og fjárfestirinn Warren Buffet í því þriðja.

„Hin ofurríku halda áfram að verða ríkari, og stækka bilið á milli sín og allra hinna,“ segir í yfirlýsingu um listann frá Luisu Kroll og Kerry Dolan frá Forbes Media.

Lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi má nálgast í heild sinni hér.


Tengdar fréttir

Hóteleigandi lagði Trump

Aðaleigandi lúxushótels í Panamaborg fer nú aftur með stjórn byggingarinnar eftir að honum tókst að leggja The Trump Organization, sem hafði farið með rekstur hótelsins, fyrir þarlendum dómstólum.

Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
3,6
4
34.130
ORIGO
3,41
11
64.165
HAGA
3,34
9
116.729
FESTI
3,23
14
192.368
SIMINN
3,2
19
269.039

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,39
97
445.720
GRND
0
2
1.506
MARL
0
23
231.586
EIM
0
11
201.996
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.