Innlent

Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna  mánuði.
Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. Vísir/Getty
Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 20. mars, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn er einn fjögurra manna sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu. Hann vara handtekinn í síðustu viku og var í kjölfarið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald.

Ungur maður sem var handtekinn af sama tilefni, hefur verið úrskurðaður til að sæta vistun í úrræði á vegum barnaverndaryfirvalda til 20. mars.

Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. Rannsókn á innbrotahrinunni snýr einnig að mansali.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×