Handbolti

Íslendingarnir í undanúrslit

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexander Petersson í leik með Rhein-Neckar Löwen
Alexander Petersson í leik með Rhein-Neckar Löwen Getty

Íslendingaliðin Rhein-Neckar Löwen og Hannover-Burgdorf tryggðu sér í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar í handbolta í kvöld.

Marcel Schiller skoraði sigurmark Hannover-Burgdorf gegn Göppingen af vítalínunni þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiktímanum. Lokatölur urðu 31-30. Rúnar Kárason komst ekki á blað fyrir Hannover.

Það gerði Guðjón Valur Sigurðsson ekki heldur í liði Rhein-Neckar Löwen en Alexander Petersson skoraði sjö af 35 mörkum Löwen sem sigraði Leipzig örugglega 35-23.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.