Viðskipti innlent

Stefán Árni gefur ekki kost á sér

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Stefán Árni Auðólfsson
Stefán Árni Auðólfsson

Stefán Árni Auðólfsson, sem setið hefur í stjórn Símans frá árinu 2013, mun ekki gefa kost á sér í stjórnina á aðalfundi félagsins sem fram fer fimmtudaginn 15. mars. Tvö stjórnarsæti verða laus fyrir fundinn en Sigríður Hrólfsdóttir, sem gegndi stjórnarformennsku í Símanum, varð bráðkvödd í byrjun árs.

Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur Stefán Árni notið stuðnings Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, sem fer með ríflega 9 prósenta hlut í Símanum.

Auk Stefáns Árna er stjórn Símans skipuð þeim Bertrand B. Kan, Heiðrúnu Jónsdóttur og Birgi S. Bjarnasyni. Stefán Árni, sem er lögmaður hjá LMB lögmönnum, situr einnig í stjórn Haga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
3,27
17
414.894
HAGA
1,43
4
236.948
SYN
1,32
3
172.368
SJOVA
0,9
6
151.134
EIM
0,72
1
3.616

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-2,33
12
8.146
EIK
-0,85
2
1.002
GRND
-0,58
1
124
SIMINN
-0,33
3
101.686
LEQ
-0,3
1
999