Erlent

Neyðarástand á Srí Lanka vegna átaka trúarhópa

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Lögreglumaður á Srí Lanka. Mynd tengist fréttinni ekki beint.
Lögreglumaður á Srí Lanka. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/epa
Yfirvöld á Srí Lanka lýstu í gær yfir tíu daga neyðarástandi þar í landi í von um að hægt verði að stöðva átök sem geisað hafa á milli búddista og múslima, sem eru í minnihluta í landinu, undanfarið. Mikil togstreita hefur verið á milli hópanna undanfarið ár.

Búddistar hafa á síðustu mánuðum sakað múslima þar í landi um að snúa fólki til íslamstrúar gegn vilja sínum. Aukinheldur hafa þeir sagt múslima skemma fornminjar sem tengjast búddisma. Þá hafa öfgabúddistar jafnframt mótmælt því harðlega að flóttamenn af þjóðflokki Róhingja, sem eru múslimar á flótta úr Mjanmar þar sem meirihluti íbúa er búddistar, hreiðri um sig á Srí Lanka.

Átökin sem um ræðir hófust fyrir alvöru á sunnudag í Kandy-héraði eftir jarðarför vörubílstjóra sem lést eftir slagsmál við fjóra múslima. Óljóst er hvers vegna mennirnir flugust á en eftir jarðarförina réðust öfgabúddistar á verslanir í eigu múslima.­ Lík eins múslima fannst í húsi sem brunnið hafði til grunna í gær og telur lögregla að um íkveikju sé að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×