Fótbolti

Jürgen Klopp: Liverpool á heima í Meistaradeildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jürgen Klopp sáttur.
Jürgen Klopp sáttur. vísir/getty
Liverpool átti ekki í neinum vandræðum með að komast í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en liðið gerði markalaust jafntefli við portúgalska stórliðið Porto í gærkvöldi eftir að vinna fyrri leikinn, 5-0.

Liverpool hefur ekki komist í átta liða úrslitin síðan árið 2009 en Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri félagsins, segir að þetta ætti ekki að koma neinum á óvart.

„Liverpool á heima í Meistaradeildinni,“ sagði sigurreifur Klopp eftir leikinn í gær en Rauði herinn fær að vita hverjum hann mætir næst þegar að dregið verður til átta liða úrslitanna 16. mars.

„Næsta umferð verður erfið þar sem sjö önnur mjög góð lið verða í pottinum. Kannski verða fjögur í viðbót frá Englandi sem mun ekki gera hlutina auðveldari.“

„Við eigum klárlega möguleika á að komast í undanúrslitin en við tökum bara einn leik fyrir í einu,“ segir Jürgen Klopp.

Átta liða úrsltin verða spiluð fyrstu og aðra vikuna í apríl og er Þjóðverjanum alveg sama hvaða liði Liverpool mætir.

„Við tökum bara á því liði sem við mætum. Ég á mér engan óskamótherja. Við spilum við það lið sem við fáum í dættinum,“ sagði Jürgen Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×