Fótbolti

Sjáðu magnaða stuðningssveit Porto þramma syngjandi um Liverpool í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmaður Porto í stuði í Anfield í gær.
Stuðningsmaður Porto í stuði í Anfield í gær. Vísir/Getty

Porto er úr leik í Meistaradeildinni eftir markalaust jafntefli á móti Liverpool á Anfield í gær. Þetta þarf ekki að koma mikið á óvart eftir 5-0 sigur Liverpool í fyrr leiknum í Portúgal.

Það sem kom kannski miklu fleiri á óvart var sá stuðningur sem Porto liðið fékk þrátt fyrir vonlausa stöðu.

Stuðningsfólk Porto fjölmennti norður til Liverpool í gær og setti mikinn svip á Bítlaborgina eins og sjá má hér á þessum tveimur myndböndum hér fyrir neðan.
 
Porto fans have come in their NUMBERS to Liverpool tonight...

Stuðningsmenn liðsins sungu allan leikinn og yfirgnæfðu algjörlega stuðningsmenn Liverpool á Anfield í gærkvöldi.

Porto liðið líka náði markalausu jafntefli sem eru frábær úrslit út frá úrslitum fyrri leiksins á Drekavöllum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.