Viðskipti erlent

Bezos fyrstur til að rjúfa 100 milljarða múrinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jeff Bezos kann ekki aura sinna tal.
Jeff Bezos kann ekki aura sinna tal. Vísir/Getty

Jeff Bezos, forstjóri Amazon, er langefstur á lista Forbes yfir ríkustu einstaklinga heims. Hann er fyrsti maðurinn í sögu listans sem metinn er á meira en 100 milljarða dollara.

Alls eru eigur Bezos metnar á 112 milljarða dollara, um ellefu þúsund milljarða íslenskra króna. Bezos stofnaði Amazon árið 1994 en fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega að undanförnu en á síðasta lista voru auðæfi Bezos metin á 73 milljarða dollara.

Bill Gates, stofnandi Microsoft, sem verið hefur tíður gestur efsta hluta lista Forbes situr í öðru sæti en auðæfi hans eru metin á 90 milljarða dollara.

Árlegur listi Forbes yfir ríkustu einstaklinga heims var birtur í gær en þar kom meðal annars fram að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi farið niður um 222 sæti á listanum.

Lista Forbes má nálgast hér.
Tengdar fréttir

Færist ofar á lista Forbes og er nú metinn á 185 milljarða

Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, tók stökk á milli ára á lista Forbes yfir milljarðamæringa og eru eignir hans nú metnar á 1,8 milljarð Bandaríkjadala, eða rúmlega 185 milljarða króna. Situr hann í 1.161 sæti og er eini Íslendingurinn þar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,11
14
50.451
ICEAIR
2,95
34
234.414
SIMINN
2,83
27
416.767
REGINN
2,29
14
153.964
EIM
2,23
15
226.541

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
-0,39
12
242.543
SYN
-0,23
9
140.003
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.