Fótbolti

Gattuso fyrir Arsenal-leikinn: Við erum ekki Brad Pitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gennaro Gattuso og leikmenn hans.
Gennaro Gattuso og leikmenn hans. Vísir/Getty

Gennaro Gattuso hefur gert flotta hluti síðan að hann tók við AC Milan liðinu í desember og á morgun mætir liðið Arsenal í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Ummæli Ítalans fyrir leikinn hafa vakið nokkra athygli.

AC Milan hefur ekki tapað í þrettán leikjum í röð og hefur ekki fengið á sig mark í síðustu sex leikjum í öllum keppnum. Gattuso talaði liðið sitt aðeins niður fyrir leikinn og bætti sjálfgagnrýni við í kjölfarið.

„Við erum ekki Brad Pitt. Við verðum að halda áfram að vera eins ljótir og ég með mitt skegg og dökka bauga undir augunum,“ sagði Gennaro Gattuso við Mirror.

„Ég vil líka að eitt sé á hreinu. Ég er ekki góður þjálfari og bara rétt að byrja minn þjálfaraferil. Ég enginn gúru á bekknum og hef ekki afrekað neitt ennþá. Að sama skapi þá er ég ekki persónan sem sumir virðast halda að ég sé,“ sagði Gattuso.AC Milan tapaði síðast á móti Atalanta á Þorláksmessu. Það var sjötti leikur liðsins undir stjórn Gattuso og þriðja tapið. Síðan þá hefur liðið unnið tíu sigra og gert þrjú jafntefli í þrettán leikjum í öllum keppnum.

Gattuso átti bara að taka við liði AC Milan tímabundið á meðan félagið leitaði að eftirmanni Vincenzo Montella sem var rekinn í lok nóvember. En frábær árangur hefur komið honum sjálfum inn í myndina. AC Milan nálgast efstu liðin í deildinni heima fyrir og komið í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.