Lífið

Svona geymir maður mat sem kominn er á síðasta söludag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vala hitti Dóru Svavarsdóttur í gærkvöldi.
Vala hitti Dóru Svavarsdóttur í gærkvöldi.
Vala Matt fór í ævintýralegan leiðangur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en skoðaði hún meðal annars hvernig geyma megi mat sem kominn er á síðasta snúning eða síðasta söludag.

Vala heimsótti kokkinn Dóru Svavarsdóttur sem meðal annars kenndi henni hvernig megi nýta rauðvínsrestar með því að frysta þær og nota svo seinna í dásamlegar sósur.

Hvernig má búa til dásamlega basil olíu sem geymist í margar vikur úr afgangs basil blöðum og hvernig má endurlífga þurrt og þreytt brauð sem enginn nennir að borða.

Og svo kynnti hún sér nýjar íslenskar kartöfluflögur Ljótu kartöflurnar sem gerðar eru úr svo ljótum kartöflum að þær seljast ekki sem slíkar en eru dásamlega góðar sem kartöfluflögur.

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni frá því í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×