Lífið

Chanel taska Selmu ekki ekta: „Ég borgaði 10 sinnum minna“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Selma Björnsdóttir á ekki ekta Chanel tösku.
Selma Björnsdóttir á ekki ekta Chanel tösku. Vísir/Vilhelm

„Magnað hvað lítil fyrirsögn um Chanel tösku hefur vakið mikla athygli vina minna og kunningja,“ segir leikstjórinn, leikkonan og söngkonan Selma Björnsdóttir í stöðufærslu til vina sinna á Facebook.

Þar nefnir hún til sögunnar frétt sem birtist á vefsíðunni mbl.is undir fyrirsögninni „Selma mætti með Chanel-tösku“ og birtist hún í gær.

Selma mætti á opnun Storytel á Íslandi með tösku sem fangaði athygli miðilsins.

„Takk kæru vinir fyrir lol skilaboðin og linkinn sem ég hef fengið sendan býsna oft. Ég er mjög ánægð með þessa tösku, og hún er að sjálfsögðu ekta gervi enda dytti mér aldrei í hug að kaupa mér tösku fyrir 450.000 krónur.“

Selma segir að það sjáist nákvæmlega enginn munur á sinni tösku og þeirri sem komi frá Chanel.

„En ég borgaði 10 sinnum minna. Góðar stundir.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.