Enski boltinn

Sjáðu allt sem gekk á í leikmannagöngunum á Anfield

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rafael Benítez gengur út á völlinn í seinni hálfleik.
Rafael Benítez gengur út á völlinn í seinni hálfleik. skjáskot

Myndavélar í leikmannagöngum á völlum í ensku úrvalsdeildinni verða alltaf vinsælli enda alltaf gaman að sjá það sem gerist á bakvið tjöldin hjá þessum skærustu fótboltastjörnum heims.

Liverpool birtir á Youtube-síðu sinni skemmtilegt myndband þar sem má sjá allt það sem gerðist í göngunum fyrir og eftir leik sem og í hálfleik á leik liðsins gegn Newcastle um síðustu helgi.

Liverpool vann leikinn, 2-0, og komst í annað sætið í ensku úrvaldeildinni þar til Manchester United endurheimti það svo á mánudagskvöldið.

Rafael Benítez var mættur á sinn gamla heimavöll og var létt yfir Spánverjanum sem og Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool.

Myndbandið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.