Viðskipti innlent

Guðmundur stofnar ferðaþjónustufyrirtæki

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Guðmundur er nýtekinn við íslenska landsliðinu í handbolta
Guðmundur er nýtekinn við íslenska landsliðinu í handbolta Vísir/Anton

Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, hefur í samstarfi við félaga sinn stofnað ferðaþjónustufyrirtæki. Markmiðið er að fá fleiri Dani til þess að ferðast til Íslands.

Greinir hann frá þessu í viðtali við BT í Danmörku. Þar segir Guðmundur frá því að eftir að hafa hætt sem landsliðsþjálfari handboltalandslið Danmerkur hafi hann íhugað hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur.

„Ég velti fyrir mér mörgu en endaði á því að einbeita mér að ferðaþjónustunni. Ég stofnaði fyrirtæki sem heitir GoToIceland.dk í samstarfi með félaga mínum,“ segir Guðmundur.

Sjá einnig: Guðmundur vildi að hann hefði hætt fyrr með Dani

Segir hann verkefnið hafa verið í undirbúningi undanfarna mánuði en vefsíða fyrirtækisins fór í loftið í síðustu viku. Guðmundur segist lengi hafa haft hug á því að skipuleggja ferðir fyrir Dana til Íslands.

„Ísland er yndislegt land og ég þekki landið vel eftir mikil ferðalög. Ég stunda veiði og gönguferðir. Ég hef farið út um allt og elska að vera í náttúrunni. Ísland er gríðarlega vinsæll áfangastaður ferðamanna um þessar mundir og við teljum að Danir muni hafa áhuga á að ferðast þangað,“ segir Guðmundur.

Hann tók sem kunnugt er við íslenska landsliðinu á handbolta á nýjan leik í síðasta mánuði. Segir Guðmundur að landsliðið verði auðvitað í forgangi en hann muni samt sem áður taka þátt í starfsemi nýja fyrirtækisins.

„Ég mun taka á móti gestum og gefa þeim góð ráð um hvernig er að ferðast á Íslandi,“ segir Guðmundur.


Tengdar fréttir

Guðmundur vildi að hann hefði hætt fyrr með Dani

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var í opinskáu viðtali hjá danska miðlinum BT þar sem hann sagðist meðal annars óska þess að hafa hætt fyrr með danska landsliðið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
3,6
4
34.130
ORIGO
3,41
11
64.165
HAGA
3,34
9
116.729
FESTI
3,23
14
192.368
SIMINN
3,2
19
269.039

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,39
97
445.720
GRND
0
2
1.506
MARL
0
23
231.586
EIM
0
11
201.996
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.