Viðskipti innlent

Afturkalla leyfi Eykon til olíuleitar á Drekasvæðinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Svona skiptist síðasta sérleyfi til olíuleitar á Drekasvæðinu.
Svona skiptist síðasta sérleyfi til olíuleitar á Drekasvæðinu. Grafík/Stöð 2.

Orkustofnun hefur afturkallað leyfi Eykon Energy hf til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Stofnunin telur fyrirtækið ekki hafa tæknilega né fjárhagslega getu til að takast á við kröfur og skilyrði leyfisins.



Greint var frá því í janúar að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu til olíuleitar á Drekasvæðinu. Töldu fyrirtækin líkur á að finna arðbæra olíulind á Drekasvæðinu of litlar til að þær réttlæti frekari olíuleit.



Eykon Energy hugðist hins vegar halda áfram og finna sér nýja samstarfsaðila. Óskaði fyrirtækið eftir frest frá Orkustofnun vegna þess.



Í tilkynningu frá Orkustofnun segir hins vegar að stofnunin telji sér ekki heimilt að verða við ósk Eykon um frestun. Það bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins og ákvæði kolvetnislaga, að veita nýjum aðila forgang að sérleyfi á Drekasvæðinu, án auglýsingar.



„Orkustofnun hefur í bréfi sínu í dag til Eykon Energy ehf. bent á að finni félagið samstarfsaðila eða ef aðrir mögulegir áhugaaðilar um leit og vinnslu kolvetna á Drekasvæðinu óski þar eftir sérleyfi, muni Orkustofnun ígrunda að birta auglýsingu um skilmála nýrra leyfa á lögformlegan hátt,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar.


Tengdar fréttir

Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík

Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×