Tottenham úr leik eftir háspennu á Wembley │ Sjáðu mörkin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Juventus er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan leik gegn Tottenham á Wembley í kvöld.

Eftir að hafa komið til baka og náð í 2-2 jafntefli gegn Juventus á Ítalíu var Tottenham í ágætri stöðu fyrir leikinn. Staða enska liðsins varð enn betri þegar Son Heung-min skoraði fyrir Tottenham á 39. mínútu leiksins og staðan í einvíginu var 3-2 þegar gengið var til búningsherbergja.

Tvö mörk á þremur mínútum frá Juventus snéru draumi Tottenham í martröð. Goonzalo Higuain jafnaði metin á 64. mínútu áður en Paulo Dybala skoraði sigurmarkið á 67. mínútu.

Tottenham sótti stíft síðustu mínúturnar, Harry Kane skallaði í stöngina og Son átti þrumuskot sem fór rétt framhjá, en boltinn vildi ekki inn og Ítalirnir fara áfram eftir frábæran fótboltaleik á Wembley.

Tottenham er fyrsta enska liðið sem dettur úr keppninni þetta árið en Juventus getur freistað þess að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað árið í röð.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.