Innlent

Slasaður skíðagöngumaður sóttur upp á hálendi

Samúel Karl Ólason skrifar
Maðurinn var vel útbúinn og er sagður hafa gert nánast allt rétt.
Maðurinn var vel útbúinn og er sagður hafa gert nánast allt rétt. Landsbjörg
Björgunarsveitir á Suðurlandi og í uppsveitum Árnessýslu voru kallaðar út í dag eftir að hjálparbeiðni barst frá gönguskíðamanni sem hafði slasast á hálendinu. Hann var einn á ferð og hafðist við í tjaldi suður af Hofsjökli. Tveimur tímum eftir að útkallið barst kom björgunarsveitarfólk að manninum og var ástand hans gott miðað við aðstæður, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu.

Hann er nú á leið til byggða með björgunarsveitabíl. Hlúð var að honum á staðnum og verður hann svo fluttur með sjúkrabíl til frekari aðhlynningar.

Samkvæmt tilkynningunni virðist sem að maðurinn, sem hefur verið á ferð um hálendið síðustu daga, hafi gert nánast allt rétt. Hann var vel útbúinn með GPS-tæki og neyðarsendi og hafði skilið eftir ferðaáætlun og upplýsingar um sig á Safetravel.is. Það mun hafa auðveldað björgunaraðgerðina mjög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×