Innlent

Vandi prófakerfis leystur og próf halda áfram

Samúel Karl Ólason skrifar
Samræmdu prófin svokölluðu hófust í dag í 9. bekk. Lögð verða þrenn próf fyrir 4.303 nemendur í 141 skóla og var íslenskupróf á dagskránni í dag. Prófin eru rafræn og alfarið tekin á tölvu.
Samræmdu prófin svokölluðu hófust í dag í 9. bekk. Lögð verða þrenn próf fyrir 4.303 nemendur í 141 skóla og var íslenskupróf á dagskránni í dag. Prófin eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Vísir/Getty
Samræmd könnunarpróf í stærðfræði og ensku verða lögð fyrir eftir áætlun þrátt fyrir að tæknileg vandamál komu upp í morgun. Vandræðin leiddu til þess að nemendum níunda bekkja gekk illa að taka próf í íslensku. Í tilkynningu frá Menntamálastofnun segir að lausn hafi fundist á vandanum og að kerfið ráði við álagið. Prófin í stærðfræði og ensku munu verða lögð fyrir samkvæmt áætlun á morgun og á föstudag.

Varðandi íslenskuprófið segir í tilkynningunni að forstjóri Menntamálastofnunar hafi fundað með mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúum ráðuneytisins í dag þar sem farið hafi verið yfir stöðuna. Boðað verður til frekari funda í næstu viku og farið yfir mögulega kosti.

„Verður áhersla lögð á að nemendur njóti alls vafa og að þær aðstæður sem uppi voru við próftöku í morgun bitni ekki á þeim,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir enn fremur að stofnunin harmi mistökin í morgun og biðji nemendur og skóla afsökunar á þeim óþægindum sem þeir urðu fyrir.

Samræmdu prófin svokölluðu hófust í dag í 9. bekk. Lögð verða þrjú próf fyrir 4.303 nemendur í 141 skóla og var íslenskupróf á dagskránni í dag. Prófin eru rafræn og alfarið tekin á tölvu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×