Handbolti

Fimm íslensk mörk í sigri Århus

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ómar Ingi Magnússon í leik með íslenska landsliðinu
Ómar Ingi Magnússon í leik með íslenska landsliðinu vísir/ernir
Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk í tapi Århus fyrir Skanderborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Sigvaldi Guðjónsson skoraði eitt mark í fimm skotum og Róbert Gunnarsson komst ekki á blað.

Gestirnir frá Skanderborg voru fjórum mörkum yfir í hálfleik 12-16 og unnu að lokum sex marka sigur 24-30.

Ólafur Gústafsson var markahæstur ásamt Bo Spellerberg í stórsigri Kolding á Midtjylland. Báðir skoruðu þeir sjö mörk í 37-24 sigri.

Arnór Atlason, sem tilkynnti á dögunum að hann setji skóna á hilluna eftir tímabilið og verði aðstoðarþjálfari Álaborgar, náði ekki að skora mark í sigri Álaborgar á Mors-Thy.

Darri Aronsson, sonur þjálfarans Arons Kristjánssonar, var í hópnum hjá Álaborg en kom sér heldur ekki á blað.

Álaborg vann leikinn nokkuð örugglega, 25-21.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×