Handbolti

Fimm íslensk mörk í sigri Århus

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ómar Ingi Magnússon í leik með íslenska landsliðinu
Ómar Ingi Magnússon í leik með íslenska landsliðinu vísir/ernir

Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk í tapi Århus fyrir Skanderborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Sigvaldi Guðjónsson skoraði eitt mark í fimm skotum og Róbert Gunnarsson komst ekki á blað.

Gestirnir frá Skanderborg voru fjórum mörkum yfir í hálfleik 12-16 og unnu að lokum sex marka sigur 24-30.

Ólafur Gústafsson var markahæstur ásamt Bo Spellerberg í stórsigri Kolding á Midtjylland. Báðir skoruðu þeir sjö mörk í 37-24 sigri.

Arnór Atlason, sem tilkynnti á dögunum að hann setji skóna á hilluna eftir tímabilið og verði aðstoðarþjálfari Álaborgar, náði ekki að skora mark í sigri Álaborgar á Mors-Thy.

Darri Aronsson, sonur þjálfarans Arons Kristjánssonar, var í hópnum hjá Álaborg en kom sér heldur ekki á blað.

Álaborg vann leikinn nokkuð örugglega, 25-21.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.