Handbolti

Ásgeir Örn með sex mörk í sigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ásgeir Örn brýst í gegnum vörn Svía á EM í janúar
Ásgeir Örn brýst í gegnum vörn Svía á EM í janúar vísir/ernir

Ásgeir Örn Hallgrímsson var á meðal markahæstu manna í liði Nimes sem bar sigurorð af Saran í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Ásgeir skoraði 6 af 30 mörkum Nimes úr sjö skotum. Nimes vann leikinn nokkuð örugglega, 30-23.

Guðmundur Hólmar Helgason komst ekki á blað fyrir Cesson-Rennes sem tapaði á heimavelli gegn Nantes, 27-33.

Aron Pálmarssson skoraði þrjú mörk í fimm skotum í stórsigri Barcelona á Logrono í spænsku úrvalsdeildinni. Leiknum lauk með 37-27 sigri Barcelona.

Tandri Már Konráðsson komst ekki á blað í sigri Skjern á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Topplið Skjern sigraði með þremur mörkum, 29-32.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.