Erlent

Hjón og dóttir særð eftir hnífaárás í Vín

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA

Minnst þrír meðlimir sömu fjölskyldunnar eru særðir eftir hnífaárás í Vín í Austurríki. Lögreglan segir mann hafa ráðist á hjón og fullorðna dóttir þeirra í miðbæ Vínar og mögulega hafi hann ráðist á annan aðila skammt þar frá. Lögregla leitar nú árásarmannsins.

Fórnarlömbin þrjú eru sögð í mis slæmu ástandi og einhverjir eru í lífshættu. Maður frá Téténíu var særður alvarlega í hinni árásinni og hefur maður frá Afganistan verið handtekinn hennar vegna. Ekki liggur fyrir hvort að sami maðurinn hafi framið báðar árásirnar.

Vitni sem AP ræddi við segist hafa í fyrstu talið að maður væri að berja hund sinn þegar hann sá árásina í um hundrað metra fjarlægð. Honum hafi þó orðið ljóst að hann væri að stinga einhvern.

Vitni sem CNN ræddi við sagði fjölda lögregluþjóna vera á vettvangi og að verið væri að leita að árásarmanninum.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.