Viðskipti erlent

Óhugnanlegur hlátur Alexu hræðir notendur

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Stafrænir aðstoðarmenn líkt og Alexa eru hannaðir þannig að þeir bregðast einungis við þegar þeir heyra ákveðin orð.
Stafrænir aðstoðarmenn líkt og Alexa eru hannaðir þannig að þeir bregðast einungis við þegar þeir heyra ákveðin orð. Vísir/Getty

Amazon vinnur nú að því að laga galla í stafræna aðstoðarmanninum Alexu sem veldur því að tækið hlær fyrirvaralaust.

Einhverjir notendur sögðu frá því að hláturinn kæmi upp úr þurru, jafnvel þegar tækið væri „sofandi.“ Aðrir sögðu hann hljóma þegar tækið væri að sinna öðrum verkum, eins og að spila tónlist.

Stafrænir aðstoðarmenn líkt og Alexa eru hannaðir þannig að þeir bregðast einungis við þegar þeir heyra ákveðin orð. Alexa bregst við orðunum „Alexa“ og „Amazon.“

„Við erum meðvituð um þetta og vinnum að því að laga þetta,“ sagði Amazon í tilkynningu.
 

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
1,74
1
17.550
ICEAIR
1,68
13
131.955
ORIGO
0,97
1
303
HAGA
0,49
2
66.588
ARION
0,12
11
56.578

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,32
5
20.919
REGINN
-1,13
6
191.670
SKEL
-0,88
4
16.046
HEIMA
-0,82
2
243
VIS
-0,7
3
61.836