Bíó og sjónvarp

Tóku upp allt annan bardaga Finn og Phasma

Samúel Karl Ólason skrifar
Ræstitæknirinn Finn og ofurhermaðurinn Captain Phasma.
Ræstitæknirinn Finn og ofurhermaðurinn Captain Phasma.

Bardaginn á milli Finn og Captain Phasma í Star Wars: The Last Jedi virðist hafa verið hugsaður allt öðruvísi á einhverjum tímapunkti en sá bardagi sem við fengum að sjá í myndinni sjálfri. Bardagi sem tekinn var upp og eytt var í dag birtur í Star Wars þætti LucasFilm á Youtube.

Í þessu atriði má sjá hvernig Finn notar þá staðreynd að Phasma lúffaði fyrir honum í Force Awakens til að láta hana líta illa út í augum annarra hermanna Fyrstu Reglunnar.

Það verður að segjast að þetta atriði er trúverðugra en það að Phasma, sem var mögulega bestir hermaður Fyrstu Reglunnar, hafi tapað fyrir ræstitækninum Finn í skylmingum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.