Erlent

Sex kýr drápust í þrumuveðri

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bóndann rak í rogastans þegar hann sá hræin.
Bóndann rak í rogastans þegar hann sá hræin. Derek Shirley

Ástralskur bóndi gekk fram á sex dauðar kýr á landareign sinni á dögunum. Sérfræðingar telja að elding hafi orðið þeim að aldurtila.

Kýrnar fundust við hlið gaddavírsgirðingar í Queensland-fylki í síðustu viku en heljarinnar stormur hafði gengið yfir svæðið nokkrum dögum áður.

Eigandi skepnanna, bóndinn Derek Shirley, segist í samtali við breska ríkisútvarpið vera „í losti“ eftir atvikið. Upphaflega hafi hann talið að einhver hafi eitrað fyrir kúnum, ekki síst vegna þess að þær lágu allar í röð upp við girðinguna. „Það mætti halda að einhver hafi raðað þeim með reglustiku,“ segir Derek.

Sérfræðingur við Sydney-háskóla telur að kýrnar hafi allar snert gaddavírsgirðinguna þegar þær drápust. Það hafi leitt rafmagnið, sem eldingin framkallaði, greiðlega inn í skepurnar sem líklega hafa fengið hjartaáfall fyrir vikið.

Þrátt fyrir að svona tilvik séu fátíð eru þau þó ekki einstök. Til að mynda drápust rúmlega 300 hreindýr í Noregi árið 2013 af sömu sökum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.