Erlent

Sex kýr drápust í þrumuveðri

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bóndann rak í rogastans þegar hann sá hræin.
Bóndann rak í rogastans þegar hann sá hræin. Derek Shirley
Ástralskur bóndi gekk fram á sex dauðar kýr á landareign sinni á dögunum. Sérfræðingar telja að elding hafi orðið þeim að aldurtila.

Kýrnar fundust við hlið gaddavírsgirðingar í Queensland-fylki í síðustu viku en heljarinnar stormur hafði gengið yfir svæðið nokkrum dögum áður.

Eigandi skepnanna, bóndinn Derek Shirley, segist í samtali við breska ríkisútvarpið vera „í losti“ eftir atvikið. Upphaflega hafi hann talið að einhver hafi eitrað fyrir kúnum, ekki síst vegna þess að þær lágu allar í röð upp við girðinguna. „Það mætti halda að einhver hafi raðað þeim með reglustiku,“ segir Derek.

Sérfræðingur við Sydney-háskóla telur að kýrnar hafi allar snert gaddavírsgirðinguna þegar þær drápust. Það hafi leitt rafmagnið, sem eldingin framkallaði, greiðlega inn í skepurnar sem líklega hafa fengið hjartaáfall fyrir vikið.

Þrátt fyrir að svona tilvik séu fátíð eru þau þó ekki einstök. Til að mynda drápust rúmlega 300 hreindýr í Noregi árið 2013 af sömu sökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×