Fótbolti

Segja strákana okkar 19. besta liðið á HM

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Strákarnir okkar eru sagðir reyna að fá stig í öllum leikjum á HM.
Strákarnir okkar eru sagðir reyna að fá stig í öllum leikjum á HM. Vísir/Anton

Frétta- og fótboltavefir út um allan heim keppast nú um að gefa út styrkleikaröðun (e. Power Rankings) fyrir HM 2018 sem hefst í Rússlandi um miðjan júní.

Einn þeirra er ástralski fréttavefurinn ABC í ástralíu, en samkvæmt honum er íslenska landsliðið það nítjánda besta á HM þar sem strákarnir okkar verða í fyrsta sinn í sögunni.

Þrjátíu og tvö lið taka þátt í HM og eru strákarnir okkar því aðeins fyrir neðan miðju en í sætinu á undan eru frændur vorir Danir og í sætinu á eftir eru Senegalar.

Öll liðin sem eru með Íslandi í riðli eru sett fyrir ofan í styrkleikaröðun Ástralanna sem setja sitt eigið lið í 28. sæti af þjóðunum 32 sem hefja leik í Rússlandi.

Argentína er í sjötta sæti, Króatía í sjöunda sæti og Nígería í 17. sæti þessari styrkleikaröðun en efstir eru Brassar og Þjóðverjar koma svo í öðru sætinu.

Næstu tveir leikir íslenska liðsins eru vináttuleikir á móti Perú og Mexíkó í Bandaríkjunum en Perúmenn eru í 21. sæti þessa lista og Mexíkóar í 13. sæti.

„Þrátt fyrir að vera lítil þjóð mun íslenska liðið reyna að fá stig í öllum þremur leikjunum með því að spila sterkan varnarleik og sækja hratt,“ segir í umsögn um strákana okkar.

„Krúnudjásnið í liðinu er miðjumaðurinn Gylfi Sigurðsson sem spilar með Everton í ensku úrvalsdeildinni. Hann var lykilmaðurinn í frábærri undankeppni Íslands,“ segir um Ísland.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.