Fótbolti

Táningur frá Lundúnum fyrsti Englendingurinn sem spilar fyrir Barcelona í 29 ár

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Marcus McGuane fór frá Arsenal til Barcelona.
Marcus McGuane fór frá Arsenal til Barcelona. vísir/getty

Barcelona vann Espanyol, 4-2, í vítaspyrnukeppni þegar liðin mættust í skráðum vináttuleik um stórbikarinn í Katalóníu í gærkvöldi. Á tveggja ára fresti mætast bestu lið héraðsins í þessum leik og endurheimti Barcelona bikarinn sem Espanyol vann árið 2016.

Söguleg stund fyrir enskan fótbolta átti sér stað í leiknum þegar að 19 ára gamall enskur unglingalandsliðsmaður, Marcus McGuane, kom inn á fyrir Aleix Vidal á 77. mínútu.

McGuane varð um leið fyrsti enski fótboltamaðurinn til að spila fyrir katalónska stórveldið í 29 ár eða síðan Gary Lineker yfirgaf Barcelona árið 1989 og hélt til Tottenham í ensku 1. deildinni.McGuane er fæddur og uppalinn í Lundúnum og var áratug í unglingaakademíu Arsenal. Hann spilaði tvo leiki, samtals tólf mínútur, fyrir Skytturnar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fyrir áramót en skipti svo yfir í Barcelona í janúar.

Strákurinn ungi spilar með B-liði Barcelona í spænsku 2. deildinni en þar hefur hann komið við sögu í fjórum leikjum.

Hann var einn af tólf leikmönnum varaliðsins sem fékk kallið í þennan vináttuleik sem var spilaður á hlutlausum velli í Katalóníu en McGuane fékk smá pepp frá Gary Lineker á Twitter þegar að honum var bent á þessa staðreynd.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.