Erlent

Meira en þúsund börn dáið eða særst í Sýrlandi á árinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Heilbrigðisstarfsmaður hlúir að barni í Austur-Ghouta eftir að það lenti í því sem tlaið er vera efnavopnaárás Sýrlandsher.
Heilbrigðisstarfsmaður hlúir að barni í Austur-Ghouta eftir að það lenti í því sem tlaið er vera efnavopnaárás Sýrlandsher. vísir/getty

Meira en þúsund börn hafa látið lífið eða særst í hinu stríðshrjáða Sýrlandi það sem af er ári, samkvæmt tölum frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Alls létu 342 börn lífið og 803 börn særðust á fyrstu tveimur mánuðum ársins, að því er fram kemur í frétt CNN um málið.

Þessar tölur koma frá UNICEF á sama tíma og Sýrlandsher varpar sprengjum á Austur-Ghouta, skammt frá höfuðborginni Damaskus, en svæðið hefur verið á valdi uppreisnarmanna.

Sýrlandsstjórn reynir nu að ná völdum á svæðinu, bæði með loftárásum og hernaði á jörðu niðri, og hafa stjórnarliðar nú tekið rúmlega þriðjung svæðisins. Talið er að um 800 manns hafi fallið í átökunum í Austur-Ghouta frá því að Sýrlandsher setti aukinn þunga í sókn sína í síðasta mánuði. Þá er áætlað að meira en 2000 manns hafi særst í átökunum.


Tengdar fréttir

Kljúfa Austur-Ghouta í tvennt

Stjórnarherinn er nálægt því að kljúfa Austur-Ghouta í tvennt og hefur tekið næstum helming svæðisins. Nærri 800 hafa fallið í átökum nýverið og hundruð hermanna til viðbótar komu til Austur-Ghouta í gær.

Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín

Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.