Fótbolti

PSG hlerar Conte

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conte myndi klárlega hækka í launum við að fara til Frakklands.
Conte myndi klárlega hækka í launum við að fara til Frakklands. vísir/getty
Það er lítil gleði í herbúðum franska liðsins PSG eftir að liðið féll úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær gegn Real Madrid.

Þar hafa menn tjaldað miklu til síðustu ár með það markmið að vinna Meistaradeildina. Þar sem liðið hefur lokið keppni í ár er að sjálfsögðu talað um að það þurfi nýjan þjálfara.

Franskir fjölmiðlar greina frá því í dag að PSG sé búið að setja sig í samband við bróður Antonio Conte, stjóra Chelsea. Fastlega er búist við því að hann fari frá Chelsea í sumar og þá aftur heim til Ítalíu.

PSG vill athuga hvort Conte hafi áhuga á starfinu. Umboðsmaður Conte var þess utan í París í gær svo það virðist eitthvað vera að gerast á bak við tjöldin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×