Fótbolti

PSG hlerar Conte

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conte myndi klárlega hækka í launum við að fara til Frakklands.
Conte myndi klárlega hækka í launum við að fara til Frakklands. vísir/getty

Það er lítil gleði í herbúðum franska liðsins PSG eftir að liðið féll úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær gegn Real Madrid.

Þar hafa menn tjaldað miklu til síðustu ár með það markmið að vinna Meistaradeildina. Þar sem liðið hefur lokið keppni í ár er að sjálfsögðu talað um að það þurfi nýjan þjálfara.

Franskir fjölmiðlar greina frá því í dag að PSG sé búið að setja sig í samband við bróður Antonio Conte, stjóra Chelsea. Fastlega er búist við því að hann fari frá Chelsea í sumar og þá aftur heim til Ítalíu.

PSG vill athuga hvort Conte hafi áhuga á starfinu. Umboðsmaður Conte var þess utan í París í gær svo það virðist eitthvað vera að gerast á bak við tjöldin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.