Fótbolti

Real Madrid komið í slaginn um Can

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Can í landsleik með Þjóðverjum.
Can í landsleik með Þjóðverjum. vísir/getty

Þýski landsliðsmaðurinn hjá Liverpool, Emre Can, er eftirsóttur enda verður hann samningslaus næsta sumar.

Það er búið að tala um það lengi að hann væri að fara til Juventus en þrátt fyrir alla orðrómana hefur hann ekki skrifað undir neitt við ítalska félagið. Hann hefur haldið sínum möguleikum opnum.

Líklega skynsamlega gert enda segja erlendir fjölmiðlar nú að Real Madrid sé stokkið í slaginn og hafi gert Can tilboð.

Can er sagður vilja fá tíma til þess að íhuga það tilboð áður en hann svarar. Hann fær þó ekki endalausan tíma til þess enda er Juve með aðra leikmenn í sigtinu fari svo að Can semji ekki við félagið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.