Innlent

Öllum sleppt úr haldi í Ægisíðumálinu

Birgir Olgeirsson skrifar
Sérsveitarmenn við N1 á Ægisíðu.
Sérsveitarmenn við N1 á Ægisíðu. Vísir/Egill

Búið er að sleppa öllum úr haldi sem handteknir voru í rassíu lögreglu á Ægisíðu og Grettisgötu í gær.

Lögreglu barst tilkynning í gær um mögulega frelsissviptingu á Ægisíðu eftir að kastast hafði í kekki á milli tveggja hópa í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags á Grettisgötu. Var grunur um að í húsinu á Ægisíðu væru vopn og var því sérsveitin kölluð til.

Alls voru fjórir handteknir vegna aðgerða lögreglu á Ægisíðu en þar hafði enginn verið sviptur frelsi og voru þar engin vopn. Eina sem beið sérsveitarmanna í húsinu á Ægisíðu var maður í fasta svefni.

Lögreglan fór því næst í íbúð á Grettisgötu þar sem þrír voru handteknir um hádegisbil í gær, þar á meðal einn sem er grunaður um líkamsárás eftir að kastaðist í kekki á milli þessara tveggja hópa aðfaranótt miðvikudags.

Alls voru því sjö handteknir og fundust neysluskammtar á þeim öllum. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að öllum hafi verið sleppt úr haldi. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.