Innlent

Öllum sleppt úr haldi í Ægisíðumálinu

Birgir Olgeirsson skrifar
Sérsveitarmenn við N1 á Ægisíðu.
Sérsveitarmenn við N1 á Ægisíðu. Vísir/Egill
Búið er að sleppa öllum úr haldi sem handteknir voru í rassíu lögreglu á Ægisíðu og Grettisgötu í gær.

Lögreglu barst tilkynning í gær um mögulega frelsissviptingu á Ægisíðu eftir að kastast hafði í kekki á milli tveggja hópa í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags á Grettisgötu. Var grunur um að í húsinu á Ægisíðu væru vopn og var því sérsveitin kölluð til.

Alls voru fjórir handteknir vegna aðgerða lögreglu á Ægisíðu en þar hafði enginn verið sviptur frelsi og voru þar engin vopn. Eina sem beið sérsveitarmanna í húsinu á Ægisíðu var maður í fasta svefni.

Lögreglan fór því næst í íbúð á Grettisgötu þar sem þrír voru handteknir um hádegisbil í gær, þar á meðal einn sem er grunaður um líkamsárás eftir að kastaðist í kekki á milli þessara tveggja hópa aðfaranótt miðvikudags.

Alls voru því sjö handteknir og fundust neysluskammtar á þeim öllum. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að öllum hafi verið sleppt úr haldi. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×