Lífið

Svona fara hlutirnir fram baksviðs á Óskarnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikið fjör baksviðs.
Mikið fjör baksviðs.

Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn aðfaranótt mánudags í Los Angeles.

Kynnir kvöldsins var spjallþáttstjórnandinn Jimmy Kimmel og þótti hann standa sig mjög vel á sunnudagskvöldið.

Kimmel birti í vikunni myndband þar sem sjá mátti hvernig hlutirnir fara fram baksviðs en í umræddu myndbandi má fylgjast með þegar spjallþáttastjórnandinn dró helstu stjörnur heims með sér yfir í bíósal í næsta nágrenni.

Hér að neðan má sjá hvernig stjörnurnar, Kimmel og allt starfsfólkið í kringum framleiðsluna hagar sér baksviðs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.