Enski boltinn

Segja að Liverpool sé komið framúr Arsenal í Lemar-kapphlaupinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thomas Lemar.
Thomas Lemar. Vísir/Getty
Framtíð Thomas Lemar virðist vera í ensku úrvalsdeildinni og þessi franski landsliðsmaður hefur lengi verið orðaður við lið Arsenal. Nýjustu sögusagnir herma hinsvegar að þessi 22 á leikmaður muni enda mun norðar á Englandi.

The Sun slær því upp í dag að Liverpool sé komið framúr Arsenal í Lemar-kapphlaupinu og þar vegi þungt að leikmaðurinn vill frekar fara til Bítlaborgarinnar.

Arsenal var búið að ná samkomulagi við Mónakó um að kaupa leikmanninn á 92 milljónir punda síðasta sumar en Thomas Lemar vildi ekki koma til Arsene Wenger þegar á reyndi.





 Þess í stað hefur Thomas Lemar nú mestan áhuga á því að komast til Liverpool. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur mikla trú á honum og sér hann sem langtíma eftirmann Philippe Coutinho.

Spænska liðið Atletico Madrid hefur einnig áhuga á Lemar en langlíklegast í dag er að hann endi á Anfield.

Liverpool og Arsenal eru að keppa um fleiri leikmenn en þau hafa bæði á miðjumanninum Bryan Cristante. Bryan Cristante er leikmaður Benfica en á láni hjá Atalanta á Ítalíu þar sem hann hefur skorað 7 mörk í 24 deildarleikjum.

Bryan Cristante er 23 ára gamall og hóf sinn feril hjá AC Milan. Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir Ítalíu í október og er metinn á 27 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×