Enski boltinn

Segja að Liverpool sé komið framúr Arsenal í Lemar-kapphlaupinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thomas Lemar.
Thomas Lemar. Vísir/Getty

Framtíð Thomas Lemar virðist vera í ensku úrvalsdeildinni og þessi franski landsliðsmaður hefur lengi verið orðaður við lið Arsenal. Nýjustu sögusagnir herma hinsvegar að þessi 22 á leikmaður muni enda mun norðar á Englandi.

The Sun slær því upp í dag að Liverpool sé komið framúr Arsenal í Lemar-kapphlaupinu og þar vegi þungt að leikmaðurinn vill frekar fara til Bítlaborgarinnar.

Arsenal var búið að ná samkomulagi við Mónakó um að kaupa leikmanninn á 92 milljónir punda síðasta sumar en Thomas Lemar vildi ekki koma til Arsene Wenger þegar á reyndi. Þess í stað hefur Thomas Lemar nú mestan áhuga á því að komast til Liverpool. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur mikla trú á honum og sér hann sem langtíma eftirmann Philippe Coutinho.

Spænska liðið Atletico Madrid hefur einnig áhuga á Lemar en langlíklegast í dag er að hann endi á Anfield.

Liverpool og Arsenal eru að keppa um fleiri leikmenn en þau hafa bæði á miðjumanninum Bryan Cristante. Bryan Cristante er leikmaður Benfica en á láni hjá Atalanta á Ítalíu þar sem hann hefur skorað 7 mörk í 24 deildarleikjum.

Bryan Cristante er 23 ára gamall og hóf sinn feril hjá AC Milan. Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir Ítalíu í október og er metinn á 27 milljónir punda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.