Golf

„Tiger, mamma vill fá eiginhandaráritun frá þér“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger er hér með krakkanum sem var í sendiför fyrir móður sína.
Tiger er hér með krakkanum sem var í sendiför fyrir móður sína. twitter

Sá Tiger Woods sem spilar golf þessa dagana er mun hressari og alþýðlegri en sá sem við þekktum er hann var á hátindi ferilsins. Þá var allt mjög alvarlegt.

Tiger var að taka æfingahring fyrir Valspar-meistaramótið í gær er ungur drengur mætti honum allt í einu á vellinum. Sá hafði laumað sér inn á völlinn fram hjá öryggisvörðunum.

Einhvern tímann hefði Tiger ekki haft neinn húmor fyrir slíkum uppákomum en það er annað upp á teningnum í dag. Tiger brosti og tók vinalega á móti þessum óvænta gesti.

Hann var í bol sem á stóð „Tiger, mamma vill fá eiginhandaráritun frá þér“. Tiger gat ekki annað en hlegið að þessu, áritaði bolinn, klappaði drengnum á höfuðið áður en hann fór.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.