Innlent

Hár styrkur svifryks í Reykjavík

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin er úr safni og sýnir svifryksmengun í Reykjavík.
Myndin er úr safni og sýnir svifryksmengun í Reykjavík. vísir/anton brink

Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. Að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg mældist hálftímagildi svifryks klukkan 10 við Grensásveg 235 míkrógrömm á rúmmetra.  

Í mælistöð við Hringbraut var hálftímagildið á sama tíma 260 míkrógrömm á rúmmetra og við Eiríksgötu 124 míkrógrömm á rúmmetra. Þá hefur köfnunarefnisdíoxíð einnig mælst nokkuð hætt á sömu stöðvum.

Búast má við svipuðum veðurfarsaðstæðum og eru í dag næstu dag, það er hægum vindi, þurrum götum og litlum líkum á úrkomu. Því eru líkur á því að svifryks- og köfnunarefnisdíoxíðmengun verði við umferðargötur.

Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu að forðast útivist  í nágrenni stórra umferðagatna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.