Handbolti

Framkonur hafa „stoppað“ Ester tvisvar í vetur og unnið ÍBV í bæði skiptin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ester Óskarsdóttir.
Ester Óskarsdóttir. Vísir/Stefán
Ester Óskarsdóttir hefur átt frábært tímabil með liði ÍBV í Olís-deild kvenna og liðið þarf á henni að halda í kvöld í undanúrslitum Coca Cola bikarsins í Laugardalshöllinni.

Ester hefur skorað 113 mörk í 19 leikjum í deildinni og hefur unnið sig inn í hlutverk í íslenska landsliðinu líka.

Það hefur hinsvegar ekki gengið vel hjá henni á móti mótherjum dagsins sem eru Íslandsmeistarar Fram. Fram-liðið er líka eina liðið sem ÍBV hefur ekki náð stig á móti í vetur.

Framkonur hafa unnið báða leiki liðana, fyrst 33-30 í Safamýri í október og svo aftur 30-25 í Eyjum um miðjan desember.

Ester er með sex mörk samtals í þessum tveimur tapleikjum sem er minna en hún hefur skorað að meðaltali í öllum hinum sautján deildarleikjum vetrarins.

Hér fyrir neðan má sjá samanburðinn á frammistöðunni hjá Ester á móti Fram miðað við frammistöðu hennar á móti hinum sex liðum deildarinnar.

Ester Óskarsdóttir í Olís deild kvenna í vetur:

Á móti Fram

2 leikir (0 sigrar - 2 töp)

6 mörk

3 mörk að meðaltali í leik

Á móti hinum sex liðum deildarinnar

17 leikir (13 sigrar - 2 töp)

107 mörk

6,3 mörk að meðaltali í leik




Fleiri fréttir

Sjá meira


×