Handbolti

Framkonur hafa „stoppað“ Ester tvisvar í vetur og unnið ÍBV í bæði skiptin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ester Óskarsdóttir.
Ester Óskarsdóttir. Vísir/Stefán

Ester Óskarsdóttir hefur átt frábært tímabil með liði ÍBV í Olís-deild kvenna og liðið þarf á henni að halda í kvöld í undanúrslitum Coca Cola bikarsins í Laugardalshöllinni.

Ester hefur skorað 113 mörk í 19 leikjum í deildinni og hefur unnið sig inn í hlutverk í íslenska landsliðinu líka.

Það hefur hinsvegar ekki gengið vel hjá henni á móti mótherjum dagsins sem eru Íslandsmeistarar Fram. Fram-liðið er líka eina liðið sem ÍBV hefur ekki náð stig á móti í vetur.

Framkonur hafa unnið báða leiki liðana, fyrst 33-30 í Safamýri í október og svo aftur 30-25 í Eyjum um miðjan desember.

Ester er með sex mörk samtals í þessum tveimur tapleikjum sem er minna en hún hefur skorað að meðaltali í öllum hinum sautján deildarleikjum vetrarins.

Hér fyrir neðan má sjá samanburðinn á frammistöðunni hjá Ester á móti Fram miðað við frammistöðu hennar á móti hinum sex liðum deildarinnar.

Ester Óskarsdóttir í Olís deild kvenna í vetur:

Á móti Fram
2 leikir (0 sigrar - 2 töp)
6 mörk
3 mörk að meðaltali í leik

Á móti hinum sex liðum deildarinnar
17 leikir (13 sigrar - 2 töp)
107 mörk
6,3 mörk að meðaltali í leikAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.