Enski boltinn

Liverpool með fleiri mörk í Meistaradeildinni en Everton í ensku úrvalsdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og framherjar Liverpool.
Gylfi Þór Sigurðsson og framherjar Liverpool. Vísir/Samsett/Getty

Liverpool er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og á leið sinni þangað hefur liðið skorað 34 mörk í 10 Evrópuleikjum á leiktíðinni.

Þetta er afar glæsileg tölfræði enda með meira en þrjú mörk að meðaltali í leik. Sex af mörkunum komu reyndar í umspilsleikjunum tveimur á móti þýska liðinu 1899 Hoffenheim en Liverpool hefur bara hækkað meðalskor sitt eftir að liðið komst inn í Meistaradeildina.

Það er líka athyglisvert að bera markaskor Liverpool í Evrópu á leiktíðinni við markaskor nágranna þeirra í Everton í ensku úrvalsdeildinni.

Everton liðið er nefnilega búið að skora færri mörk í 29 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en Liverpool hefur gert í Evrópu í vetur.

Everton er með 33 mörk í þessum 29 leikjum eða 1,14 að meðaltali í leik. Liverpool er líka búið að spila 29 deildarleiki á leiktíðinni en mörkin eru orðin 67 talsins sem gera 2,3 mörk í leik.


Mörk Liverpool í Meistaradeildinni
(Umspilið, riðlakeppninni og 16 liða úrslitunum)
34 mörk í 10 leikjum

Mörk Everton í ensku úrvalsdeildinni
33 mörk í 29 leikjum


Markaskorarar Liverpool í Meistaradeildinni 2017-18:
Roberto Firmino 8
Mohamed Salah 7
Sadio Mané 6
Philippe Coutinho 5
Emre Can 3
Trent Alexander-Arnold 2
Alex Oxlade-Chamberlain 1
Daniel Sturridge 1
Sjálfsmark 1

Markaskorarar Everton í ensku úrvalsdeildinni 2017-18:
Wayne Rooney 10
Oumar Niasse 7
Dominic Calvert-Lewin     4
Gylfi Sigurðsson 4
Leighton Baines 2
Theo Walcott 2
Ashley Williams 1
Idrissa Gueye 1
Tom Davies 1
Cenk Tosun 1

Markaskorarar Liverpool í ensku úrvalsdeildinni 2017-18:
Mohamed Salah 24
Roberto Firmino 13
Sadio Mané 8
Philippe Coutinho 7
Emre Can 3
Alex Oxlade-Chamberlain 3
Daniel Sturridge 2
Trent Alexander-Arnold 1
Georginio Wijnaldum 1
Dejan Lovren 1
Jordan Henderson 1
Ragnar Klavan 1
Joël Matip 1
Sjálfsmark 1Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.