Lífið

Lygileg útlitsbreyting á Jeff Bezos

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bezos er langríkasti maður heims.
Bezos er langríkasti maður heims.
Jeff Bezos, forstjóri Amazon, er langefstur á lista Forbes yfir ríkustu einstaklinga heims. Hann er fyrsti maðurinn í sögu listans sem metinn er á meira en 100 milljarða dollara.

Alls eru eigur Bezos metnar á 112 milljarða dollara, um ellefu þúsund milljarða íslenskra króna. Bezos stofnaði Amazon árið 1994 en fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega að undanförnu en á síðasta lista voru auðæfi Bezos metin á 73 milljarða dollara.

Frá því að Bezos stofnaði Amazon og til dagsins í dag hefur útlit hans breyst mjög mikið. Eðlilega því liðin eru yfir tuttugu ár.

En Bezos virðist í raun hafa yngst og lítur mun betur út í dag en hann gerði árið 1994. Fjölmiðlar um heim allan hafa töluvert fjallað um breytinguna á þessum forríka manni og má hér eð neðan sjá myndband sem CNBC stöðin útbjó síðasta sumar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×