Lífið

Lygileg útlitsbreyting á Jeff Bezos

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bezos er langríkasti maður heims.
Bezos er langríkasti maður heims.

Jeff Bezos, forstjóri Amazon, er langefstur á lista Forbes yfir ríkustu einstaklinga heims. Hann er fyrsti maðurinn í sögu listans sem metinn er á meira en 100 milljarða dollara.

Alls eru eigur Bezos metnar á 112 milljarða dollara, um ellefu þúsund milljarða íslenskra króna. Bezos stofnaði Amazon árið 1994 en fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega að undanförnu en á síðasta lista voru auðæfi Bezos metin á 73 milljarða dollara.

Frá því að Bezos stofnaði Amazon og til dagsins í dag hefur útlit hans breyst mjög mikið. Eðlilega því liðin eru yfir tuttugu ár.

En Bezos virðist í raun hafa yngst og lítur mun betur út í dag en hann gerði árið 1994. Fjölmiðlar um heim allan hafa töluvert fjallað um breytinguna á þessum forríka manni og má hér eð neðan sjá myndband sem CNBC stöðin útbjó síðasta sumar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.