Arsenal með risa sigur á San Síró │ Sjáðu mörkin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Arsenal vann sterkan útisigur í fyrri leiknum í einvígi sínu við AC Milan í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Henrikh Mkhitaryan kom gestunum frá Englandi yfir strax á 15. mínútu. Mesut Özil átti þá sendingu inn á Armenann sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal.

Þjóðverjinn Özil var svo aftur á ferðinni á loka mínútu uppbótartímans í fyrri hálfleik þegar hann átti frábæra sendingu inn á Aaron Ramsey sem náði að komast framhjá Gianluigi Donnarumma í markinu og skora í autt netið.

Heimamenn í Milan náðu ekki að svara fyrir sig þrátt fyrir að eiga 16 skot, en aðeins eitt þeirra rataði á rammann.

Arsenal fer því með mikilvæg útivallarmörk og tveggja stiga forystu aftur til Englands fyrir seinni leikinn.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.